Stjórnlagakaffi – Aðalheiður Ámundadóttir

July 13th, 2011 admin Comments off

Categories: Stjórnlagakaffi Tags:

Laugardagur 27. júní

June 25th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 27. júní kl. 15:00. Þetta er 25. vika útifundanna og 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.

Ítrekað er að Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og ríkisstofnanna í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

 1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
 2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
 3. Réttum tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum

Ræðumenn dagsins eru:

 1. Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur.
 2. Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins.
 3. Helga Björk Magnús- og Grétudóttir, hæstvirtur varaformaður Aðgerðahóps Háttvirtra Öryrkja.
 4. Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Categories: Óflokkað efni, Útifundir Tags:

#24 – Laugardagur 20. júní

June 18th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

 1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
 2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
 3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðufólk dagsins er:

Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna

Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Categories: Útifundir Tags:

#23 – Laugardagur 14. mars

March 12th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

 1. Frystum eignir fjárglæpamanna
 2. Afnemum verðtrygginguna
 3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Ræðufólk dagsins er:

 • Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður
 • Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi

Fundarstjóri: Gunnar Sigurðsson

Categories: Útifundir Tags:

#22 – Laugardagur 7. mars

March 10th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 7. mars 2009. Þetta er 22. vika útifundanna og 28 mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

 1. Frystum eignir fjárglæpamanna
 2. Afnemum verðtrygginguna
 3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum.

Í undanfara síðustu stjórnarskipta fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands með kröfu um utanþingsstjórn. Í kjölfarið fengu Íslendingar ríkisstjórn þar sem tveir af tíu ráðherrum, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, eru fulltrúar hugmynda samtakanna. Þessir umræddu ráðherrar eru óumdeildir mannkostamenn með mikla þekkingu á sínum málaflokkum.

Ræður:

 • Carlos Ferrer, guðfræðingur og kennari
 • Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Categories: Útifundir Tags:

#21 – Laugardagur 28. febrúar

February 27th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna “útrásarvíkinganna”, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir “útrásarvíkinganna” og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Categories: Útifundir Tags:

Frystum eignir auðmanna

February 25th, 2009 ritstjorn 1 comment

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um kyrrsetningu eigna auðmanna, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Fram kom að starfsemi embættis sérstaks saksóknara, sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hvort sem hún tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga, er komin á fullt skrið.

Ráðherra ítrekaði að saksóknari hefði lagaúrræði til að kyrrsetja eignir auðmanna og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Categories: Fréttatilkynningar Tags:

#20 – Laugardagur 21. febrúar

February 20th, 2009 ritstjorn Comments off

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 21. febrúar 2009. Þetta er 20. vika útifundanna og sem fyrr undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að ræða – og bregða ljósi á – það stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir á landinu.

Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak – tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð.

Ræður:

 • Marinó G. Njálsson,  ráðgjafi.
 • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra.


Fundarstjóri: Hörður Torfason.

#19 – Laugardagur 14. febrúar

February 13th, 2009 ritstjorn 2 comments

Raddir fólksins halda mótmælafund á Austurvelli laugardaginn 14. febrúar kl. 15.00. Yfirskrift fundarins er sem fyrr “Breiðfylking gegn ástandinu”. Þetta er nítjandi mótmælafundurinn í röð og krafan er skýr: Stjórn Seðlabankans verður að víkja.

Talsmenn Radda fólksins áttu fundi með viðskiptaráðherra og forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl., svo og forsætisráðherra föstudaginn 13. febrúar. Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum.

Ávörp og ræður:

 • Elísabet Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi
 • Ágúst Guðmundsson, leikstjóri

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.

Categories: Útifundir Tags:

ASÍ vill að Davíð víki tafarlaust

February 12th, 2009 ritstjorn Comments off

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl. Umræðuefni fundarins var ástandið í þjóðfélaginu og brýnar aðgerðir til að koma til móts við hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Á fundinum tók forseti ASÍ skýrt fram að Alþýðusamband Íslands væri sammála þeim kröfum sem Raddir fólksins hafa haft uppi á undanförnum vikum og mánuðum: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans og kosningar svo fljótt sem unnt er. Einhugur var með talsmönnum Radda fólksins og forseta ASÍ um nauðsyn þess að bankastjórn Seðlabankans víki tafarlaust til að skapa aftur traust og tiltrú umheimsins á íslenskri bankastarfsemi.

Categories: Fréttatilkynningar Tags: