Home > Óflokkað efni > Ræða Ástrósar Gunnlaugsdóttur 9. febrúar 2013

Ræða Ástrósar Gunnlaugsdóttur 9. febrúar 2013

February 12th, 2013 admin

Ágætu fundargestir.

Ég er stolt af því að vera Íslendingur. Við gefumst ekki upp þótt á móti blási. Við erum friðelskandi, kærleiksrík og umburðarlynd. Við erum börn þjóðar sem á sér framtíð sem hægt er að móta. Tækifærin eru í okkar höndum. Farvegurinn var ruddur af þeim sem á undan gengu, frá Þingvöllum barst hljómurinn um sjálfstæða þjóð. Við vildum vera sjálfstæð, ein úti í ballarhafi á litlu skeri. Skeri sem er eitt fallegasta land veraldar.

Nú höfum við, íslenska þjóðin, tækifæri til að hafa áhrif á eigin framtíð og uppbyggingu samfélags okkar. Heimurinn hefur breyst mikið frá árinu 1944, þegar núgildandi stjórnarskrá var samþykkt. Sovétríkin eru hrunin, barist er fyrir jafnrétti kynjanna og hagsmunum ólíkra þjóðfélagshópa. Ég tel því afar mikilvægt að við breytum, einmitt núna, innviðum samfélagsins í takt við breytt ytra umhverfi þar sem sjónarmið sem flestra eru höfð að leiðarljósi. Endurbætt stjórnarskrá er möguleiki okkar til að móta það samfélag sem við viljum búa í og ala börn okkar upp í. Samfélag sem byggir á réttlæti og sanngirni, allt frá kjördæmaskipan og atkvæðavægi í kosningum til dómsuppkvaðninga.

Ég er hluti af ungu kynslóðinni og við sem tilheyrum henni verðum að geta horft bjartsýn til framtíðar. Í kjölfar þess hruns sem varð hér á landi árið 2008 er nauðsynlegt að endurskoða þær undirstöður sem Ísland hefur byggt á hingað til. Við vöknuðum upp við vondan draum, núgildandi stjórnarskrá gat ekki varið okkur fyrir því hruni sem hér varð. Hún gat ekki komið í veg fyrir valdníðslu, eftirlitsleysi og ábyrgðarleysi stjórnmálamanna. Við þurfum að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir upplifi slíkt. Að mínu mati er ábyrgðin og tækifærið núna ekki síst í höndum þeirra kynslóða sem byggja munu Ísland í framtíðinni. Við unga fólkið verðum því að hlýða kallinu og sjá til þess að hér verði samþykkt betri stjórnarskrá en sú sem nú er við lýði.

Á haustmánuðum árið 2010 buðust 523 einstaklingar til að ganga úr vinnu, af heimili eða skóla, í almannaþágu til að vinna þarft verk. 1000 manns höfðu þar á undan fórnað tíma til að setjast á rökstóla um sama málefni. Þvílík þjóð. Við höfum sýnt að hægt er að rífa sig upp úr hvaða öldudal sem er og sigrast á erfiðleikum með einfaldri samstöðu og fórnfýsi.

Ábyrgðin er okkar að gefast ekki upp þótt á móti blási. Mikilsvirtur
 kennari
 minn
 í
 BA
 námi
 mínu
 í
 stjórnmálafræði
 við
 Háskóla
 Íslands,
 Svanur
 Kristjánsson,
 sagði
 reglulega
 við
 okkur
 nemendurna
 að
 mikilvægt
 væri
 að
 okkur
 þætti
 vænt
 um
 lýðræðið.
 Hann
 talaði
 í
 því
 samhengi
 um
 hinn
 lýðræðislega
 einstakling,
 sem
 bæði
 þætti
 vænt
 um
 lýðræðið
 og
 stæði
 vörð
 um
 það.
 Í
 því
 samhengi
 væri
 nauðsynlegt
 að
 ala
 upp
 í
 fólki
 virðingu
 fyrir
 lýðræðinu
. Lýðræði
 hvílir
 því
 ekki
 aðeins
 á
 einstaka greinum í stjórnarskrá,
heldur 
verður 
það
 að
 búa 
í 
sál 
hvers 
og 
eins.
 Þessi
 orð
 hafa
 setið
 í
 mér
 og
 þykir
 mér
 sem
 þau
 eigi
 ágætlega
 við
 á
 þeim
 tímamótum
 sem
 við,
 íslenska
 þjóðin,
 stöndum
 í
 dag.
 Við
 verðum
 að
 hafa
 trú
 á
 lýðræðinu og
 okkur
 verður
 að
 þykja
 vænt
 um
 það. Lýðræðið
 verður
 ekki
 öflugt,
 ráðandi
 stjórnarform
 nema
 með
 virkri
 þátttöku
 þjóðarinnar.


Því
 langar
 mig
 að
 hvetja
 okkur
 öll
 til
 að
 taka
 þátt
 í
 umræðum
 um
 nýja stjórnarskrá 
eins
 og 
kostur 
er.
 Án 
okkar
áhuga
og okkar baráttuanda mun
 lítið 
breytast 
til 
frambúðar.
Ég óska þess að ársgamall sonur minn muni alast upp í þjóðfélagi þar sem öllum eru tryggð réttindi í stjórnarskrá, þar sem enginn getur í krafti valds sins troðið á öðrum, þar sem auðlindir náttúrunnar teljast eign þjóðarinnar og í þjóðfélagi þar sem samtakamátturinn ríkir. Það
 að
 á sínum tíma buðust rúmlega 500
 einstaklingar
 til að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá
 er
 að
 mínu
 mati
 merki
 um
 nauðsyn
 þess
 að
 breytingar
 verði
 á
 íslensku
 samfélagi.
 


Látum ekki skotgrafir stjórnmálanna veikja okkur í baráttunni fyrir betri framtíð. Sýnum áfram að við erum einstök þjóð, við látum ekki deigan síga. Meirihluti þjóðarinnar hefur samþykkt að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingismönnum ber að virða fyrirmæli þjóðarinnar, enda starfa þeir í okkar umboði. Við látum það ekki líðast að málefni, sem þjóðin hefur samþykkt, verði slegið út af borðinu í tafflleik stjórnmálanna. Við látum það ekki líðast að núgildandi stjórnarskrá verði við lýði mikið lengur. Við látum það ekki líðast að sérhagsmunir verði teknir framyfir hagsmuni þjóðarinnar. Ef við höldum hópinn getur ekkert stoppað okkur. Horfum fram á veginn og brosum. Við höfum sýnt hvað við viljum, fylgjum því eftir.

Categories: Óflokkað efni Tags:
Comments are closed.