Laugardagur 27. júní
June 25th, 2009
Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 27. júní kl. 15:00. Þetta er 25. vika útifundanna og 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.
Ítrekað er að Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og ríkisstofnanna í efnahagshruni þjóðarinnar.
Kröfur samtakanna eru skýrar:
- Stöðvum ICESAVE- samninginn
- Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
- Réttum tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum
Ræðumenn dagsins eru:
- Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur.
- Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins.
- Helga Björk Magnús- og Grétudóttir, hæstvirtur varaformaður Aðgerðahóps Háttvirtra Öryrkja.
- Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna.
Fundarstjóri er Hörður Torfason.
Categories: Óflokkað efni, Útifundir