Home > Útifundir > #24 – Laugardagur 20. júní

#24 – Laugardagur 20. júní

June 18th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
  2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
  3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðufólk dagsins er:

Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna

Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.