Home > Tilkynningar > Fjórtándi mótmælafundurinn

Fjórtándi mótmælafundurinn

January 9th, 2009 ritstjorn

Fjórtándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 10. janúar nk. kl. 15:00.

Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar:

  • Burt með ríkisstjórnina
  • Burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins
  • Kosningar svo fljótt sem unnt er

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að bregða ljósi á það skelfilega stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir í landinu.

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa liðlega 40 manns flutt ræður og ávörp á Austurvelli og öflugur hópur manna hefur starfað við undirbúning og umsjón með fundunum. Öllum þessum röddum fólksins ber að þakka mikið og óeigingjarnt starf.

Að þessu sinni flytja ávörp og ræður:

  • Þorvaldur Þorvaldssson, trésmiður
  • Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
  • Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði

Fundarstjóri er Hörður Torfason

Categories: Tilkynningar Tags:
Comments are closed.