Home > Útifundir > #20 – Laugardagur 21. febrúar

#20 – Laugardagur 21. febrúar

February 20th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 21. febrúar 2009. Þetta er 20. vika útifundanna og sem fyrr undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Samtökin Raddir fólksins hafa einbeitt sér að því að kalla til fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins til að ræða – og bregða ljósi á – það stjórnmála- og efnahagsástand sem ríkir á landinu.

Það verður aldrei nægilega oft undirstrikað að á bakvið þessa fundi eru ekki nein stjórnmálasamtök né stjórnmálahreyfing, heldur er þetta sjálfsprottið og ólaunað framtak – tilkomið vegna mannréttindabrota á heilli þjóð.

Ræður:

  • Marinó G. Njálsson,  ráðgjafi.
  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra.


Fundarstjóri: Hörður Torfason.

Comments are closed.