Home > Fréttatilkynningar > Áfengi og mótmæli eiga ekki saman

Áfengi og mótmæli eiga ekki saman

January 22nd, 2009 ritstjorn

Raddir fólksins hvetja mótmælendur til að gera hlé á mótmælum eftir kl. 20:00 nk. föstudags- og laugardagskvöld. Ljóst er að áfengi og mótmæli eiga ekki saman og mikilvægt er að ábyrgir og friðsamir mótmælendur séu ekki bendlaðir við ofbeldisverk.

Við höfum unnið áfangasigur í baráttu við siðlaus og óbilgjörn stjórnvöld. Ríkisstjórnin situr þó enn þrátt fyrir að innan við fjórðungur landsmanna styðji hana – einræði aulanna er staðreynd. Verkefni morgundagsins er því að auka slagkraft mótmælanna um land allt. Fyllum Austurvöll nk. laugardag kl. 15:00.

Categories: Fréttatilkynningar Tags:
 1. Atli
  January 23rd, 2009 at 12:13 | #1

  Mig langar til að skjóta fram hugmynd fyrir föstudags og laugardagskvöld vegna þessarar yfirlýsingar.

  Hvernig væri að fá nokkra fíleflda appelsínugulklædda mótmælendur til að hjálpa laganna vörðum til að standa vörð um friðinn umrædd kvöld ?
  Það virtist hafa virkað mjög vel í gær og var mótmælendum til sóma.

  Ég held að það sé sterkur leikur til að létta álagi af lögreglu og koma í veg fyrir að hún taki rangar ákvarðanir vegna streitu sem er mikilvægt þegar mikil spenna ríkir.

 2. January 26th, 2009 at 15:52 | #2

  Það er ljóst að það þarf að mótmæla á öllum stöðum þar sem stjórnmálamenn sinna starfi um allan heim og ekki lengur bara hér á landi til þess að krefjast þess að þeir sem eru að ráðskast með mannkynið og koma í veg fyrir eðlilega framþróun fólksins á Jörðinni víki. Þetta þarf að halda áfram þar til að síðasta spillta ríkisstjórnin hefur vikið. Eftir það verður ekki lengur hægt fyrir bófa til þess að koma sínum mönnum að innan raða þingmanna hjá ríkisstjórnum til að koma í veg fyrir framvindun friðar og réttlætis.
  Jarðarbúar geta ekki haldið áfram að sitja aðgerðalausir á meðan ráðist er á auðlindir hnattarins og saklaust fólk strádrepið miskunnarlaust fyrir þær einar sakir að vera saklaust.

  bestu kveðjur,

Comments are closed.