Home > Útifundir, Fundir, Tilkynningar > Mótmælastaða við Alþingishúsið þriðjudaginn 20. janúar

Mótmælastaða við Alþingishúsið þriðjudaginn 20. janúar

January 19th, 2009 ritstjorn

Undanfarnar vikur hafa kröfur almennings orðið æ háværari um aukinn slagkraft mótmæla á Austurvelli. Auk ræðuhalda á laugardögum hafa margir beðið um hávær en friðsamleg mótmæli í miðri viku.

Í tilefni af setningu Alþingis á morgun, þriðjudaginn 20. janúar, hafa Raddir fólksins því ákveðið að hvetja til mótmælastöðu við Alþingishúsið kl. 13:00.

Fólk er hvatt til að hafa með sér söngbækur, sleifar, potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má til að framleiða hávaða. Gera má ráð fyrir að mótmælastaðan taki rúman klukkutíma.

Íslendingar verða að vekja þingheim af Þyrnirósarsvefni. Nauðsynlegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins hætti að hunsa kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verða að víkja tafarlaust og.ríkisstjórnin verður að segja af sér og boða til kosninga hið fyrsta.

Categories: Útifundir, Fundir, Tilkynningar Tags:
Comments are closed.