Home > Útifundir > #15 – Laugardagur 17. janúar

#15 – Laugardagur 17. janúar

January 16th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli laugardaginn 17. janúar nk. kl 15:00. Þetta er fimmtánda vika virkra mótmæla þjóðarinnar gegn siðleysi banka, auðmanna og stjórnvalda.

Íslendingar búa við stjórnarkreppu í miðju ölduróti ofurskulda og ráðakeysi íslenskra stjórnvalda er löngu farið að vekja athygli og undrun umheimsins.

Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er.

Samtökin Raddir fólksins leggja áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli um land allt. Máttur fjöldans mun færa þjóðinni langþráðar stjórnarbætur og nýtt Ísland.

Ræðumenn :

  • Svanfríður Anna Lárusdóttir – Atvinnulaus
  • Gylfi Magnússon – Dósent

Fundarstjóri :

  • Hörður Torfason
Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.