Home > Áskoranir > Áskorun

Áskorun

October 31st, 2008 ritstjorn

Í þeirri upplausn og ringulreið sem einkennir íslenskt samfélag um þessar mundir kalla ég eftir alvarlegri, ítarlegri og fjölbreyttri umræðu. Undanfarin ár og áratugi hafa mörg af verðmætustu gildum íslensks samfélags glatast.

Ég skora á forvígismenn mennta, viðskipta, verkalýðs og verslunar að standa að opinni, heiðarlegri umræðu og skipa sitt hæfasta fólk í nefnd sem hefur það að markmiði að móta nýja stefnu í þjóðmálum okkar Íslendinga.

Þjóðin þarf að fá skýra og heiðarlega yfirsýn yfir vandann og þær lausnir sem slíkur hópur eygir, þjóðin getur sameinast um og hvetur til að stefnt sé að. Hver er staða okkar? Hvað olli henni? Hvað getum við lært? Hvert viljum við stefna? Hvernig getum við náð markmiðum okkar og endurheimt þau gildi sem við viljum hafa í hávegum?

Reykjavík 31.okt. 2008
Hörður Torfason

Categories: Áskoranir Tags:
Comments are closed.