Home > Tilkynningar > Breytingar á mótmælum á Austurvelli

Breytingar á mótmælum á Austurvelli

December 10th, 2008 ritstjorn

Síðastliðinn laugardag, 6. desember, voru boðaðar breytingar á mótmælum þeim sem hafa verið haldin á Austurvelli síðan 11. október undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu. Einnig var skýrt frá því að gripið yrði til ýmissa aðgerða sem verða tilkynntar fjölmiðlum með stuttum fyrirvara. Nú verður breyting á formi mótmælanna.

Sem fyrr hefjast þau stundvíslega klukkan 15.00 á Austurvelli þegar Dómkirkjuklukkan slær. En í stað þess að hlusta á ræður er fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur.

Kröfurnar eru enn þær sömu og fyrr:

  • Núverandi stjórn Seðlabankans víki tafarlaust.
  • Núverandi stjórn Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust.
  • Kosningar sem fyrst.

Tekið skal fram að mótmælin og allar aðgerðir á vegum Radda fólksins eru alltaf friðsamlegar.

Fundarstjóri er sem fyrr; Hörður Torfason.

Categories: Tilkynningar Tags:
Comments are closed.