Home > Útifundir > Þögnin er krefjandi

Þögnin er krefjandi

December 13th, 2008 ritstjorn

Þögn kallar alltaf fram kvíða og óvissu þegar beðið er svara, en staðfestu og einurð þegar krafist er svara. Tilgangur þegjandi mótmæla er að bregðast öðruvísi við.

Þögn gegn þögn. Þögn gegn þvingun.

Þögn gefur tíma til að hugleiða. Og í þögninni má hreyfa sig, hvísla mjög lágt og snertast. Í þögninni má lesa líkamsmál. Í þögninni er leitað nýrra leiða. Í þögninni geta þeir sameinast sem greinir á í orðum.

(Ávarp Harðar Torfasonar á Austurvelli 13. desember 2008)

Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.