Gestabók

January 15th, 2009

Vinsamlegast skrifið í gestabókina.

Vangaveltur, ábendngar og tillögur eru vel þegnar.

Láttu rödd þína heyrast.

Gættu þess að vera kurteis og málefnaleg/ur. Við áskiljum okkur rétt til að samþykkja ekki rætnar og/eða dónalegar kveðjur inn í gestabókina.

 1. Hjordis Torfadottir
  January 16th, 2009 at 15:01 | #1

  Sendi minar bestu samstödu kvedjur til ykkar samlandar minir å erfidu timabili Islandssögunnar..”Truin flytur fjöll” seyjist þad svo standid upprett med stadfestu..engin læti og hamagang!Island hefur marga möguleika til ad koma upp og ut ur erfidum timum þad hefur sagan visad gegnum aldirnar..Leyfi mer her ad skyla hugsun um eins og t.d Normenn byrjudu med Laxa-uppeldi i fjördum sinum ..svo hvers vegna ekki ad byggja upp medal annars slikan fiskidnad og auka utfluttningin med ad ala upp þorskin å sama hått ?þad fynnast skynsamar manneskjur sem geta hugsad rökrett og “out of the box” og landsmenn eru þektir fyrir ad vera tilþrifa menn ef å reynir..Åfram Island.. og hugheilar kvedjur til ykkar

 2. Steindór Ingi Hall
  January 17th, 2009 at 12:32 | #2

  Ein rödd breytir einu herbergi, eitt herbergi breytir heilu húsi, eitt hús breytir heilu hverfi, eitt hverfi breytir heilli borg, ein borg breytir heilu landi, við getum öll verið þessi rödd. Ef þjóðin vill breytingar þarf hún að sameinast í einni rödd og koma sjónarmiðum hennar á framfæri.

  Áfram Ísland og Raddir fólksins!

 3. Kristín
  January 17th, 2009 at 17:37 | #3

  Ég mæti á Austurvöll á laugardögum kl.15.00 , til að sýna samstöðu og hlusta á vitiborið fólk.Ég vil ríkisstjórnina burt,seðlbankaliðið burt og kosningar sem fyrst.En ég vil fá NEYÐARSTJÓRN strax ,til að brúa bilið meðan við finnum rétta fólkið.
  En ég og mínir kunningjar,mætum ekki á Austuvöll til að hlusta á Hörð Torfason rífast við fólk.Ekki svara þessu liði.Þetta eru mótmæli en ekki “setið fyrir svörum”! Mér finnst það bara hallærislegt.Við sjáum bara alls ekki þá sem eyðileggja annars góða fundi.Hörður ,hættu að svara þeim .Og okkur kemur ekkert við þó að Ástþórsé þarna .Ekki svara þeim sem reyna að eyðileggja fundina .

 4. Sesselja Guðmundsdóttir
  January 17th, 2009 at 18:08 | #4

  Sæl, öll. Er mjög ánægð með fyrirkomulag fundanna á Austurvelli sem og fagmennsku stjóranda og prúðmennsku fólksins, reyni að mæta sem oftast. Vantar bara meiri þátttöku – ! Legg til að fólk komi með ísl. fána með sér næst og noti sem veifu. Fann engan með söfnunarbauk í dag og legg því inn á styrktarlínuna.
  Baráttukveðjur

 5. Lára Helga Sveinsdóttir
  January 17th, 2009 at 18:53 | #5

  Kæri Hörður – góður fundur í dag eins og undanfarna laugardaga.

  Ég var svo hrifin af söngnum hans Valda um síðustu helgi. Mér finnst eiginlega að hann ætti að syngja aftur – og auðvitað sama lagið. Ótrúlega flott.
  Bestu kveðjur
  Lára

 6. magnús líndal
  January 18th, 2009 at 13:46 | #6

  Þetta var ljómandi fundur í gær eins og oftast´.
  Það er eitt sem mig langar að biðja þig Hörður eða einhvern annann sem
  vill gera það fyrir okkur, sem engin ljóð kunnum, það er að senda mér ljóð sem við gætum sungið á þriðjudag. Annaðhvort að setja það hér á síðuna en ef það eru einhver tormerki þar á, STEF reglur eða annað,
  að senda á sedlabankinn@visir.is (alveg satt ég er með þetta) ég skal fjölfalda eitthvað og gefa það á þriðjudaginn.
  Baráttu kveðjur
  maggi líndal

 7. Ari Stefánsson
  January 19th, 2009 at 10:34 | #7

  Ég mundi vilja að starfsfólkinu sem hafði verið sagt upp hjá RÚV krefjist þess að mótmælunum á Austurvelli verði bæði sjónvarpað og útvarpað.

 8. magnús líndal
  January 19th, 2009 at 18:48 | #8

  Mætum öll á morgun. Ekki gleyma dóti til hljóðsköpunar.

 9. björn hauksson
  January 19th, 2009 at 19:37 | #9

  305,650,000 búa í BNA. 313,000 á Íslandi

  Gert er ráð fyrir að 4 milljónir geri sér leið til Washington vegna vígslu Obama. En 2 milljónir á athöfnina sjálfa. Þetta gera 1.4% (0.7% á athöfnina) bandaríkjamanna. Allt er að verða vitlaust út af vígslunni víða um heim og RÚV ætlar að sýna beint.

  Undanfarnar 15 vikur hafa um 2000-5000 mótmælendur mætt á laugardögum á Austurvöll sem gera allt að 1.6% fólksfjölda.

  Samt sem áður var einungis allra fyrst sem hægt var að hlusta/horfa á fundina í útvarpi eða sjónvarpi. Margir fundirnir hafa alls ekki ratað á íslenska fjölmiðla, nema í mesta lagi ein mynd eða ein málsgrein með frásögn.

 10. January 19th, 2009 at 21:12 | #10

  Eftirfarandi barst inn um gömlu síðurnar frá Hlyni Sigurgíslasyni þann 12. janúar 2009 :

  Sæl öll

  Ég hef verið að útbúa mótmælaskilti og komst fljótt að því að það er ekki hlaupið að því að finna upplýsingar um ódýrt efni til skiltagerðar. Hér er það efni sem ég nota:

  Spjöld: “Hart foam” fæst t.d. hjá enso Faxafeni 10. Hver plata er 305x215cm og kostar um 4600 kr. með VSK. Spjaldið er auðvelt að skera með dúkahníf og er nægilega stíft til að skrúfa beint á prik. Hægt er að mála á spjaldið án þess að grunna. Eitt spjald nægir í 20 lítil mótmælaskilti (ca. 60x30cm)

  Prik: Ódýrasta efnið eru listar 22x24mm sem fást í timbursölu Húsasmiðjunnar og kosta 77 kr/meter með VSK.

  Skrúfur: Ég átti til tréskrúfur 4×25 og 5×30 og nota hvorttveggja. 4mm skrúfur halda plötunni síður vel. Skrúfur kosta innan við 100 kr. 20 stk. í pakka.

  Sé miðað við lítil spjöld er kostnaðurinn innan við 320 kr hvert skilti.

  Nú er um að gera að hóa saman fólki og halda skiltaverksmiðjur. Sjáumst næsta laugardag.

  Hlynur

 11. Eiríkur Freyr Einarsson
  January 20th, 2009 at 19:53 | #11

  Góðan dag.
  Sælt veri fólkið

  Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum. T.d. aðstoða við fjáröflun, talningu, samband við fólk, koma á vinnufundum og fleira. Það þarf að halda áfram að rúlla þessum bolta sem er kominn af stað. Vil endilaga að fleiri komi saman og myndi dálítin hóp til að létta álaginu af Herði Torfa, ef það er hægt. Hafið endilega samband ef það er eitthað.

  Eiríkur Freyr Einarsson
  Sími: 8423089, netfang efe@mannvit.is

 12. Jórunn
  January 20th, 2009 at 21:36 | #12

  Ég styð ykkur heilshugar í baráttunni og vildi geta verið með ykkur.
  Mig langar til að benda ykkur forsvarsmenn Radda fólksins á að hvetja þá sem hafa misst vinnuna og eru atvinnulausir til að mæta og sýna hug sinn.
  Krefjumst hreinsana í stjórnkerfinu!!!

 13. Fríða Björk Elíasdóttir
  January 21st, 2009 at 12:22 | #13

  Sæl öll sömul,
  ég hefði gjarnan viljað vera niðrá Austurvelli í gær en komst því miður ekki. Mér finnst að það ætti að senda beiðni til allra verkalýðsfélaga landsins og óska eftir stuðningi frá þeirra röðum enda á verkalýðsfélögin að vernda hagsmuni okkar. Samningarnir sem voru undirritaðir á síðastliðnu ári eru löngu brostnir með tilit til verðbólgu og vaxta. Hvar er fólkið eiginlega? fannst að það hefði átt að vera miklu fleiri í gær. Erum við ekki búin að fá nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda? Fannst þetta líta út eins og mótmælendur væru óþekktarangar sem ekki væri hlustað á enda hélt þingfundur áfram þrátt fyrir mótmæli.

  Með bestu baráttu kveðjum og von um fjölgun fólks hvar sem er á landinu.

  Fríða Björk

 14. Sif Knudsen
  January 21st, 2009 at 13:00 | #14

  Mikið er ég feginn að sjá að íslendingar eru þrátt fyrir allt með raut blóð í æðum sínum og ekki frostlöger eins og ég var farinn að halda.
  Til hamingju Ísland með gjærdaginn

 15. Bragi
  January 21st, 2009 at 22:10 | #15

  Er kominn tími á að flagga á einhvern hátt á þeim heimilum þar sem krafa er um að boðað verði til kosninga?
  Er jafnvel kominn tími á að setja upp sorgarborða í daglegu lífi?
  Á að velja sameiginlegan lit á klæðnað sem tákn þerrar kröfu sem er í gangi? T.d. hvetja alla til að velja hvítt?

 16. Sesselja Guðmundsdóttir
  January 22nd, 2009 at 01:38 | #16

  Er stolt af mótmælendum – yfir höfuð. Fréttafluttningur sérkennilegur, myndavélum beint að löggunni í návígi, aftur og aftur, samt er nóg fréttaefni. Sorglegt. Lögreglumenn að sinna starfsskyldum verða blórabögglar ríkisstjórnarinnar. Fréttablaðið í gær sagði: ”Gamlar konur og grímuklæddir unglingar berja í potta sína. Mikið af ”venjulegu” fólki.”. Ég er komin yfir sextugt og fór með mína tvo pottahlemma á Austurvöll í gær, full andúðar á núverandi þingi. Er ég ekki ”venjulegt fólk”?

 17. January 22nd, 2009 at 10:44 | #17

  Halló… frábær síða …til hamingju með hana …
  Allar upplýsingar á einum stað…og vettvangur til að tjá sig….
  Kem á laugardögum þegar ég á þess kost en það er ekki alltaf…
  Mér finnst reyndar dapurt að það sé ekki sýnt frá fólki sem er ekki með æsing og læti því þetta er mjög breiður hópur fólks sem tjáir sig á mjög misjafnan hátt….
  Þetta lítur út fyrir að vera BARA æsingur útí gegn….
  Ég tek fram að ég fordæmi ekki þá sem hafa hátt því það virðist vera það eina sem virkar.
  Nú fór stjórnin að RUMSKA (hún hrýtur meira að segja svo hátt að hún heyrir ekki vel í okkur) en betur má ef duga skal!!!!!!!
  RUV og STÖÐ 2 ætti að sjá sóma sinn í að sýna beint frá mótmælunum því það hefur ekki farið framhjá neinum að hugur þjóðarinnar er þarna hvort sem fólk á heimangengt eða ekki…
  Baráttukveðjur…. Látum heyrast í okkur áfram…
  SKRÁUM OKKUR Á KJÓSA.IS

 18. Kristín
  January 22nd, 2009 at 14:52 | #18

  Ég var þarna líka.Rígfullorðin manneskjan Klappaði mig í gegn um mannfjöldann,fram og til baka.En mér þótti ljótt að sjá lögreglufólki stillt upp eins og skotskífum , bara til að ögra.Það var ástæðulaust .Fólk var með friðsamleg mótmæli þá 2 tíma sem ég stóð við og mótmælti ,eins og alltaf á laugardögum.ÉG vil burt með ríkisstjórn og þingmenn (63 fyrir okkar litla Ísland)einhverjir væru nothæfir síðar.Burt með stjórn Seðlabankans , burt með FME-stjórn og útrásar-aumingjana , þegar verður búið að ná eignum sem þetta fólk hefur stolið .

 19. Nicki
  January 22nd, 2009 at 17:14 | #19

  A message of support for all those standing together, from Ireland.

 20. magnús líndal
  January 22nd, 2009 at 19:36 | #20

  Ég er mjög stoltur af samlöndum mínum sem mætt hafa á mótmælin undanfarna daga ég er svo heppinn að hafa enn vinnu því komst ég ekki í dag, en hef bæði í gær og fyrradag tekið mér frí til að mæta. Vinnuveitandinn greiðir mér laun annann daginn, og mættu fleiri vinnuveitendur taka hann sér til fyrirmyndar.Í öllum bænum látið reiðina ekki bitna á lögreglunni, sem eru jú bara menn í sama skítnum og við hin.
  Þó svo að nokkrir krakkar séu að kasta eggjum sé ég ekki eftir þeim aurum sem fara í að þvo veggi því það er svo lítið miðað við það sem við verðum að borga til að skeina skítinn eftir þetta pakk sem komið hefur okkur í þetta.Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið að taka þátt og sýna þessu drasli að við erum ÞJÓÐIN.

 21. Tinna Bredfjord Gudjonsdottir
  January 22nd, 2009 at 22:09 | #21

  takk.

 22. Dagný
  January 23rd, 2009 at 12:51 | #22

  Eftir Samtal var ákveðið að fá landsmenn alla til að taka þátt í gjörningi.
  VÖKNUM!
  Allir þurfa að líta í eigin barm og vakna til vitundar um samfélagslegan mátt sinn.
  Vöknum til ábyrgðar!
  Hvar sem við erum stödd skulum við láta vekjaraklukku hringja klukkan 14:50 laugardaginn 24. janúar.
  Þú getur látið gemsann hringja og ef þú ert heima láttu klukkuna út í glugga og allir heyra að
  ÞÚ ERT ÞJÓÐIN!

  Við munum mæta með vekjaraklukkurnar á austurvöll á laugardag og hvetjum sem flesta til að gera hið sama. Látið sem flesta vita og hjálpumst að við að VAKNA OG VEKJA AÐRA!!!

 23. Benedikt sch Thorsteinsson
  January 23rd, 2009 at 23:44 | #23

  Ég er motmælandi

 24. January 24th, 2009 at 15:11 | #24

  Ágætu landsmenn (eða eigum við að segja ágæti skríll eins og Hannes Hólmsteinn kallar þá sem voga sér að ganga ekki í takt við hagsmunagæslu og einkahagsmuni flokksfélaga hans í sjálfstæðisflokknum).
  Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa nú þegar, sjálfir séð til að þeir eru umboðslausir í störfum sínum, því að eftir að þeir samþykktu lög sem breyta stjórnarskrá liðveldisins, sem þá aftur leiðir til þess, að nú þegar, getum við krafist kosninga og það núna strax.

  Þau lög sem um er að ræða, sýna augljóslega breyting á Stjórnarskrá eru,
  Lög um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (Neyðarlögin).
  Því í 2. gr. þessara breytingalaga segir, Dómsmál verður ekki höfðað gegn fjármálafyrirtæki meðan á greiðslustöðvun þess stendur nema mælt sé sérstaklega fyrir um heimild til þess í lögum eða um opinbert mál sé að ræða og krafist sé refsiviðurlaga sem ákveða má á hendur fjármálafyrirtæki. Má þá höfða mál í umdæmi héraðsdómstóls þess sem veitti heimild til greiðslustöðvunar.
  Hafi dómsmál verið höfðað gegn fjármálafyrirtæki sem síðar er veitt heimild til greiðslustöðvunar, þá verður meðferð þess máls ekki fram haldið meðan á greiðslustöðvun stendur nema mælt sé sérstaklega fyrir um heimild til þess í lögum eða um opinbert mál sé að ræða og krafist sé refsiviðurlaga sem ákveða má á hendur fjármálafyrirtæki
  Þetta er þvert á það sem segir í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. Júní og þess vegna verður að líta svo á að hér sé búið að breyta 70. gr. stjórnarskrárinnar
  Því í 65. gr. Stjórnarskráarinar segir skýrt [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
  Þá segir í 70. gr. [Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila.
  Þá má vera augljóst að þessi lagasetning er breyting á 70. grein í stjórnarskránni og ber því að gera það sem segir í 79. gr. stjórnarskrá liðveldisins en þar segir, Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög
  Við óskum því eftir því að forseti liðveldisins beiti sér og stofni til nýrra kosninga, og höfðum til drengskapar hans, þetta gerum með því að senda honum bréf og krefjast þess að stjórnarskráin verði virt, enda er forsetinn bundin af því sem segir í 10. gr. stjórnarskrárnar þar sem segir Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt.
  Og honum ber þá að gera það sem stendur í 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
  Lögin í landinu eru ekki einhverjar einkabækur dómara og embættismanna þau eru okkar eign…
  Í framhaldi af því að knýja fram kosningar verðum við að hafa hlutina á hreinu, hverju á að breyta og hvað á að gerast í framtíðinni.
  Ég sé hluti sem ég vill sjá gerast og ætla aðeins að taka hér nokkur atriði sem dæmi.
  1. Ég vill afnema verðtryggingu lána með öllu, og jafnframt færa aftur alla útreikning á lánum sem reiknaðir hafa verið út með einhverskonar verðtryggingu og reikna út með vaxtastiginu sem er í samninginum.
  a. Ástæðan er sú að ég tel að það sé lögbrot að lána með okurvöxtum, okurvextir eru vextir sem lagðir eru á vexti, það er allt frá því að þessi svokallaða verðtrygging var sett á, þá geta engir menn þóst ekki skilja það að til er einföld skilgreining á því hvað eru okurvextir það má sjá í orðabókum bæði Íslenskum sem og erlendum og þó svo að menn haldi sig voða klára kalla og nefna vextina einhverju öðru nafni eins og verðbætur nú eða eitthvað annað gáfulegt þá er líka til skilgreining á því hvað er höfuðstóll og allt annað er einhver kostnaður og vextir sem óheimilt er að leggja vexti á.

  2. Ég vill sjá lög sem banna bönkum að lána nema að þeir séu með trygg veð og eiga þeir að bera þá ábyrgð sjálfir að fullu.
  a. Ef banki lánar án þess að hafa tryggingu sem heldur þá er það eins og kaupmaðurinn sem seldi á of lágu verði og tapaði á sölunni, það á ekki að vera á ábyrgð lánkaupandans að banastjórinn tók séns á að selja peninga fyrir upphæð sem ekki reyndist síðan vera innistæða fyrir.
  b. Bankar sem og einstaklingar geta tekið séns á eigin ábyrgð vilji þeir skjótfenginn gróða með því að lána fyrirtækjum rekstrarfé, en þá verða þeir að una því ef þeir tapa þeim fjármunum.
  c. Ríkisbanki sem lánar áhættufé og tapar stórlega verður á ábyrgð þeirra stafsmanna sem standa fyrir þessháttar lánveitingum og verða þessir starfsmenn þá að víkja ef þeir verða uppvísir að því að valda ekki starfi sínu.

  3. Þá tel ég nauðsinlegt að sett verði lög sem banna bönkum að lána útá hlutabréf sem tryggingu.
  4. Ábyrgðarmenn verða óheimilir

  5. Þá er nauðsinlegt að banna eignasöfnun banka með öllu.
  a. Bankar verða að selja eignir fasteignir/bíla eða annað sem þeir neyðast til að leysa til sín innan 2 mánaða eftir eignanámið á almennu uppboði.
  b. Bankar mega ekki eiga eignir, nema sem nema þörf þeirra þarfnast undir rekstur sinn.
  c. Lánveitingar til starfsmanna banka skulu allar fara undir sérstaka lánanefnd sem ekki starfar eða tengist neinum banka og skal hún meta tryggingar og lánshæfi samkvæmt hinum almennu reglum
  d.
  6. Kvótinn afnuminn með öllu, skipstjórnarmenn fari eftir reglum um lokuð svæði sem Hafró lokar samkvæmt þeirra rannsóknum, sektir renna til Hafró brjóti menn reglur.
  7. Strangar reglur um alla starfsmenn ríkisins vegna aðgerðaleysi eða aðgerðir sem eru vafasamar, allt frá forseta til mannsins á götunni.
  8. Regluverk dómskerfisins verði eflt stórlega, með þyngri refsiramma (USA) stóri aðilinn brýtur á litla manninum, á að þíða nánast eignarupptöku á brotaaðilanum.
  9. Ókeypis málskostnaður þurfi menn að leita réttar síns þar til að dómsniðurstaða liggur fyrir.
  10. Eftirlitsstofnannir eflist eftir því hvað kemur út úr þeirra vinnu.
  11. Lögregla Tollstjóra embættin eflast eftir árangri.
  12. Gjaldþrot eru hallærisleg forneskja og aðeins til þess gerð að taka sér vald yfir einhverjum sem menn ekki vilja keppa við eða er einhverjum erfiður og bíður bara upp á spillingu og á þetta að beitast í eignaupptökum á þeim veðum sem lánað var til, en ekki einhverjum hefndaraðgeðum sem í sjálfu sér eru í samræmi við útlánareglur bankana hér að ofan.
  13. Tryggingarfélögum verður breytt stórlega lög um sameiginlega sjóði sem tryggingarfélöginn innheimta í hverfi og bílalán fari til banka eða innflytjanda bílana.
  14. Verðlagseftirlit verður virkjað aftur þar sem að ljóst er að mörg einokafyrirtæki hafa misboðið því frelsi sem þeir höfðu til eðlilegrar álagningar.
  15. Kosningar verði með rafrænum hætti og jafnframt verður hægt að fella ríkistjórn með rafrænum hætti.
  16. Verðbréfmarkaður verður óháður bankastarfssemi
  17. Eignir stjórnarmanna sem eru í opinberrum störfum verða með sama hætti og hjá Forsetanum, annað hvort eru menn í stjórnmálum til að láta eitthvað af sér leiða eða þeir eru í business og eiga þá ekki að vera í ábyrgðarstörfum hjá hinu opinbera, tengdir aðilar sem fá óeðlilegar fyrirgreiðslur skulu beittir eignaupptöku og fangelsisrefsingu skal beita báða aðila það er ríkisstarfsmanninn og hinn tengda aðila.
  18. Í Seðlabanka sem og aðrar ráðandi eftirlitsstofnanir skal velja fagmenn.
  19. Eftirlit með eftirlitstofnunum og dómum skal setja upp til að minka mögulega spillingu
  20. Fjármagnseftirlit verður eflt stórlega og fjármagnsflutningar úr landi verða unnin í samvinnu við erlendar eftirlitstofnanir.
  21. Einokun af öllu tagi verður afnuminn og henni skipt upp og ný félög innan greinarinar stofnuð.
  22. Stjórn í almenningshlutafélagi má ekki vera tengd hluthöfum og skal skipuð fagfólki, til að fá að ráða í félagi verða hluthafar að kaupa alla aðra út og geta þá sett inn sína stjórn, ríkið/kauphöllin ræður í stjórnir hlutafélags á markaði.
  23. Lögin í landinu verða endurskoðuð og allar heimildir verða að hafa mótsvör til varnar.
  24. Matsaðilar beri ríka ábyrgð við matsyfirlýsingar á eignum sem bankar eða aðrir lána útá.

  Nauðsinlega ber nú að vinna hratt og fá óháð fólk í stjórnmálaflokk sem vill breyta einhverju í þessu landi, við eigum fullt af ágætu fólki sem hefur verið að koma fram og tala undanfarið, þetta er það fólk sem við þurfum til að einhverjar breytingar komist á eftir næstu kosningar.

  Kveðja,
  Sigurður P Hauksson
  stjornmala@stjornmala.net

 25. January 24th, 2009 at 20:04 | #25

  Ég hef lagt leið mína á fundina á austurvöll eins oft og ég hef getað, það var gaman að sjá í dag þann einhug sem þarna ríkti og kraftinn í fókinu í landinu, ríkisstjórn okkar er máttlaus, veik og vanhæf til að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem nú dynja á okkur, það hefur sýnt sig að meðan hinn almenni borgari hefur áttað sig á ástandinu hefur ríkisstjórin og þingmenn haft tappa í eyrunum.

  Viðvaranir allstaðar frá voru hundsaðar, og nú þykjast ráðamenn eitthvað geta gert. Staðan er í senn flókin en jafnframt einföld, hagur fjölskyldna er það sem skiptir öllu máli, störf, húsnæði og öryggi.

  leiðirnar að þessu marki geta ekki verið með sömu stjórnvöldum og hundsuðu viðvaranirnar,þvi hugar þeirra stefna annað hugar þeirra stefna að þvi að upphefja hégóma sinn svo þau getið fengið að heyra hve frábær þau hefðu nú verið. Hugar þeirra hafa það eitt að marki að fá að sitja við stjórnvölinn og maka krókinn handa sér og sínum.

  Ef settur yrði saman hópur leikskóla krakka sem fengju það verkefni að leysa vanda heimilanna kæmu þau upp með áhrifaríkari og heilbrigðari lausnir en þing og ráðamenn hafa gert hingað til.

  Lifi Byltingin – nýtt ísland nýtt líðveldi – ekki meiri lygar – ekki meiri spilingu.

 26. Fergal Scully
  January 26th, 2009 at 12:13 | #26

  Greetings to all of you in Iceland struggling for a better more equal future. Just to let you know we are inspired by your actions and give you support and solidarity from Ireland.

 27. Þóra Bryndís Þórisdóttir
  January 26th, 2009 at 16:33 | #27

  Kæru félagar
  Erum við nú orðin sátt við árangurinn. Eru kosningar hið bráðasta og fallin stjórn, það lokatakmark sem allir stefndu að? Eru einhverjir hérna sem telja, eins og ég, að langbest væri nú ef utanþingsstjórn tæki við, hversu lengi svo sem það yrði?
  Enn á eftir að hreinsa út úr Seðlabankanum en það verður eflaust gert bráðum. Nokkrir ráðuneytisstjórar þyrftu líka að víkja. Ef ég get haft einhver áhrif þá vil ég hvetja alla sem vilja utanþingsstjórn til að halda áfram að skipuleggja mótmælaaðgerðir og mæta í þær. Hver er ykkar skoðun?

 28. magnús líndal
  January 26th, 2009 at 17:57 | #28

  Ég óska okkur öllum sem staðið hafa í mótmælunum innilega til hamingju með þann sigur sem er vinnast.Ég hef orðið vitni að margir hafa lagt heilmikið á sig til að taka þátt. Þetta sýnir okkur hvað áhrifamáttur samstöðunnar getur verið mikill. Það verður okkur reyndar dýrkeypt hvað spiltir stjórnmálamenn voru lengi að átta sig á að þeir ættu að koma sér burt.Enn og aftur TIL HAMINGJU

 29. Eygló Sörensen
  January 26th, 2009 at 21:32 | #29

  Já mikið er ég stolt af okkur öllum sem staðið hafa í mótmælumum,með það hæmufet sem komið er nú vantar bara að seðlabankadraugurinn komi úr felum og láti af störfum,þá þarf að fara að skoða veggjatítlurnar sem sök eiga á hvernig ástandið er og draga þá til saka,væri ráð að hleipa pólverjum út úr fangelsinu og senda þá heim,svo það verði pláss fyrir títlurnar þar inni.

 30. Gísli grúskari
  January 29th, 2009 at 02:20 | #30

  Ég þakka öllum er hafa mótmælt friðsamlega, svo er spurning að
  fá Interpol í leit að þeim fjármunum, sem horfið hafa úr bönkunum.
  Rannsóknir í U.S.A sína 95% tap banka eru vegna stjórnenda 5% eru
  tap á venjulegum útlánum. Hvernig gat það liðist að einn bankastjóri
  hafði álíka laun og allur þingheimur ? Fyrir utan kaupréttasamninga.
  Bestu kveðjur Gísli grúskari

 31. Sveinn ww
  January 31st, 2009 at 15:19 | #31

  Það er frábært að ríkistjórnin skuli fara frá völdum og annað betra taki við.

 32. Kristín
  February 5th, 2009 at 16:27 | #32

  Við erum varla hálfnuð enn þá.Það þarf algjörar hreinsanir ,nýtt fólk .

 33. Gunnar
  February 7th, 2009 at 13:56 | #33

  Hvernig væri nú að færa mótmælin uppá Bessastaði. Einkaþotuforsetinn þarf að fara eins og ríkisstjórnin og seðlabankinn.

 34. Bjössi
  February 8th, 2009 at 03:43 | #34

  Hvernig væri nú að snúa sér að þeim sem virkilega settu okkur á hausinn?

  Væri ekki frekar ástæða til að mótmæla við dyrnar hjá útrásarvíkingunum eins og Jóni Ásgeiri og félögum. Farið á meðfylgjandi link á mbl.is og sjáið hvað þessir karlar voru flottir.

  http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/02/07/er_draumurinn_a_enda/

 35. Sesselja Guðmundsdóttir
  February 9th, 2009 at 13:36 | #35

  Sorglega fátt fólk mætti við Seðlabankann í morgun til þess að hindra að bankastjórarnir tveir kæmumst inn í húsið. Þeir voru víst í feluleik út í bæ! Burt með þessa bankastjóra sem eru ekki starfinu vaxnir og m.a. neita að hlýða yfirmanni sínum. Ingimundur (fyrrum bankastjóri) á hrós skilið fyrir að fara eftir vilja þjóðarinnar. Höldum áfram að varna því að baknastjórarnir komist inn í bankann! Hvar er fólkið okkar!?

 36. Beggi
  February 10th, 2009 at 21:57 | #36

  Mætið nú, gott fólk. Þetta gengur ekki. Ísland hvar ertu?

  Tökum nú upp búsáhöldin og ljúkum þessu af. Það þýðir ekki að hugsa bara um að mæta, það verður líka að gera það. Upp nú þjóð, látum stigmál okkar reisa Ísland við. Það tekst með hænuskrefum og þau fyrstu verður að stíga á meðan leikið er á búsáhöld.

 37. Björn Júlíusson
  February 13th, 2009 at 19:33 | #37

  Sæl öll

  Sé í fréttum að þið hafið verið á fundi með forsetisráðherra
  og rætt um seðlabankastjóra. Var ekkert rætt um að frysta
  eða fella niður vísitölu lána? eruð þið hætt á kerefjast
  þess núna eftir að þessi stjórn komst til valda.
  Það sem Steingrímur var að tala um núna áðan að fólk gæti
  búið í húsum og íbúðum a,m.k eitt ár eftir gjaldþrot
  HVAÐ ER HANN AÐ HUGSA UM?????? Er ekki betra að koma
  í veg fyrir að fólk verði gjaldþrota??????

  með bestu baráttukveðju

  Björn Júlíusson kt. 270752-7999

  ps. við eigum fiskveiðikódann ekki útgerðar-BARONAR……

 38. February 17th, 2009 at 16:42 | #38

  Sæl baráttusystkini!
  Kem úr Keflavík á eins marga baráttufundi og ég kemst á. Eru fleiri úr Keflavík? Getum við sameinast í bíla? Þetta er farið að verða nokkuð dýrt, en mér finnst ég verða að vera með “fólkinu mínu”.
  Auðvitað höldum við áfram. Verðum líka að mæta á þingpöllum og fylgjast með.
  Engin ástæða til að hlaupa út um víðan völl. Höldum okkur við Austurvöll hjá honum Jóni okkar. Við þurfum að láta alþjóð vita að við erum hreint ekkert að gefast upp, né gleyma. Áfram Ísland!

 39. Alda
  February 18th, 2009 at 17:27 | #39

  Kæru mótmæla og baráttufélagar!
  Ttakk fyrir að hafa verið til fyrir mig og aðra íslendinga síðustu mánuði og til hamingju með árangurinn. Það er þó grátlega lítið sem hefur áunnist í tiltektinni og grátlega hefur hún verið seinleg þessi tiltekt. Nú hef ég það á tilfinningunni að ansi margir séu tilbúnir að sofna á sínum fræga verði inni á alþingi.Hlutir sem þurfa að gerast núna strax er að Davíð fari, að þjarmað verði að auðmönnunum sem bera ábirgð á því að þjóðinni blæðir og reynt verði að ná helst öllu af þeim á einn eða annan hátt þessir sömu menn mega ekki vera áfram í íslensku viðskiptalífi það væri ekki hægt að horfa upp á það gerast og í þriðja lagi verðum við að krefjast þess að spillingin verði rifin upp með rótum og stjórnlagaþing sett sem fyrst. Ég held að stjórnmaálamenn ætli að svæfa þessi mál sem mest þeir mega og það látum við þá ekki gera. Við verðum að mótmæla kröftuglega áfram þangað til einhver gangur fæst í þessi mál, við megum ekki þola þeim þennan hraða snigilsins áfram því þá nást ekki þau mál í gegn sem kannske mestu máli skipta fyrir okkur. Mótmælum kröftuglega áfram, þetta þolir einfaldlega ekki nokkra bið!

 40. February 19th, 2009 at 08:35 | #40

  Bragi :Er kominn tími á að flagga á einhvern hátt á þeim heimilum þar sem krafa er um að boðað verði til kosninga?Er jafnvel kominn tími á að setja upp sorgarborða í daglegu lífi?Á að velja sameiginlegan lit á klæðnað sem tákn þerrar kröfu sem er í gangi? T.d. hvetja alla til að velja hvítt?

  Mér lýst mjög vel á þessa hugmynd!

 41. Kristín
  February 21st, 2009 at 18:04 | #41

  Nú gerðist það sem hefur aldrei gerst áður . Við yfigáfum fundinn á Austurvelli í dag,þegar hann var rúmlega hálfnaður .Að hlusta á þetta kvenmanns-grey vera með þetta “feminista kjaftæði”,var ekki það sem við vorum komin til að hlusta á.Stjórnun af því tagi sem við trúum á,er EKKI kynbundin .Þetta og samkonar kjaftæði er ekki það sem við komum til að sýna samstöðu.
  Þarna var hæft fólk sem við hefðum viljað heyra í .
  T.d.Lilja Mósesdóttir og Ólafur Ísleifsson og eflaust fleiri .
  Í öllum bænum ekki eyðileggja þessa fundi .
  Það væri EKKERT farið að gerast án þeirra .
  Fáum fólk sem talar af viti,um það sem við erum komin til að standa með !

 42. Björn Júlíusson
  February 25th, 2009 at 19:32 | #42

  Sæl aftur
  Getur einhver svarað eftirfarandi spurningum?
  1. Er rétt að gamla Kaupþing hafi afskrifað 900 miljarða?
  2. Sé svo hverjir skulduðu allt þetta?
  3. Hversu mikið afskrifaði gamli Glitnir?
  4. Hversu mikið afskrifaði gamli Landsbankinn?
  5. Og hverjir skulduðu það allt ?
  6. Hversu há er heildarskuld íslanskra húseigenda vegna húsnæðislána?
  7. Er ekki rétt fyrir Raddir Fólksins að gera kröfu um það á næstu mótmælafundum að krefjast afskriftar húsnæðislána að jöfnu við afskrifaðar skuldir gömlu bankanna?

  Með báráttukveðju á Austurvöll

  Björn Júlíusson
  270752-7999

  aftur ps. við eigum fiskveiðikódann ekki útgerðar-BARONAR……

 43. March 3rd, 2009 at 06:37 | #43

  @Kristín
  Kristín mín,
  Það er einmitt svona gryfja sem við megum ekki falla í, þ.e. annarra manna skoðanir eru “kjaftæði”. Munum að allir hafa skoðanir, mismunandi skoðanir og við verðum að leyfa þeim að tala! Við þurfum sem fjölbreyttustu skoðanir. Annars hlýtur þér að hafa fundist merkilegt að konur eigi aðeins um 1% af eignum heimsins, þjéni um 10% af öllu kaupi en vinni yfir 50 af öllum störfum (þessar tölur gætu verið rangar)! Þetta er nokkuð sláandi, finnst þér ekki. En til að allt sé rétt, þá mátt þú auðvitað hafa þá skoðun að barátta kvenna fyrir meiri völdum sé kjaftæði. Konur sem eru í öruggu hjónabandi, eiga góða “skaffara” sé ekki ástæðu til breytinga. Lifðu heil.

 44. Kristín
  March 3rd, 2009 at 21:11 | #44

  Þú misskilur .
  Allir jafnir , konur og karlar.
  Ég hef reyndar ekki góða reynslu af konum sem stjórnendum .
  Þar kemur Hellisbúinn upp.Allar saman að pissa o.s.frv.
  Spéhræddar sumar og halda sig í hópum .
  En fólk hefur misjafna reynslu af fjölbreyttum störfum .Auðvitað á ég eins þú góðar vinkonur frá ungum aldri.
  En ég held að við séum best “í bland”.Þurfum hvert á öðru að halda til að vera víðsýn !Sjáumst ! KT.

 45. Kristófer Kristófersson
  March 4th, 2009 at 20:22 | #45

  Hæ hæ !
  Rak augun í þessa ágætu grein í MBL þ.4 mars 2009 (smáauglýsingar)

  Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þýfi og hafa samband ef grunsemdir vakna. Ennfremur er minnt á ábyrgð þess sem kaupir þýfi.

  Í 264. gr. almennra hegningarlaga er m.a. kveðið á um eftirfarandi: Hver sem tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings af broti samkvæmt lögum þessum skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu skal sá sæta sem geymir eða flytur slíkan ávinning, aðstoðar við afhendingu hans eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af broti. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 4 árum. Sé brot framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
  EN HVAÐ MEÐ ÞÁ SEM VIRKILEGA ERU BÚNIR AÐ KOMA ÖLLU Í KALDA KOL Þ.E ÚTRÁSAVÍKINGA, BANKAMENN, OG JAFNVEL STJÓRMÁLAMENN JA, ÉG BARA SPYR

 46. Diana Sigurðarsóttir
  March 16th, 2009 at 20:02 | #46

  Sælir
  Við hjónin eru ein af þeim sem stöndum í strögli við bankann vegna erlendra lána sem hvíla á bæði húsi okkar og litlu fjölskyldu-fyrirtæki sem við eigum ( áttum fyrir hrun )
  Nú er svo komið að við erum búin að fá nóg það er ekki hægt semja við þessa menn þeir koma fram við okkur eins og það séum við sem vorum að koma þjóðinni í þessi ósköp.
  Ég skora á ykkur að höfða til allra, fyrir næsta fund á Austurvelli sem hafa orðið fyrir einhverjum skakkaföllum vegna þessa skelfilega ástands sem er hér á Íslandi það er nefnilega eins og það sé bara gleymt og grafið, fjölmiðlar fjalla ekki um þetta og bankarnir eru bara að higla sínum fyrveradi starfsmönnum eða öðrum gullkálfum, við “litlimaðurinn” erum gleymd og bankarnir komafram við okkur eins og skítinn undir skónum sínum´. Við erum að heyra ótrúlegar sögur frá viðskiptum fólks við bankanna, eins og t.d að þeir muni þrátt fyrir að það sé búið að breyta lögum um að gjladþrot fyrinist eftir tvö ár muni þeir hundelta fólk og endurvekja kröfuna aftur og aftur svo fólk á sér ekki neina leið útúr sínum málun þessu hótaða útibústjóri fólki í gær, Kaupþings banka !!

  Gerum eitthvað hvetjum fólk til að safnast saman og segja sína sögu við erum ótrúlega mörg sem erum að standa í þessu.

 47. Kristín
  March 18th, 2009 at 17:23 | #47

  Við hjónin stöndum í “ströggli ” við bygginga-aðila ( félag )og fasteignasölu á þeirra vegum .Það á að rífa af okkur allt að 20% vexti.Við vorum í þeirri stöðu að geta ekki selt og höfum ekki getað enn þá.Erum búin að fá viðbótarlán hjá Íbúðarlánasjóði .Fasteignasalan “klúðraði”flestu sem hún kom nálægt.Og mér er næst að halda að starfsmaður hennar (sem er reyndar hættur )hafi rakkað niður íbúðina , í fýlukasti.En af lífeyrissjóðsláni misstum við vegna slóðagangs sölunnar.Kláruðu aldrei neitt og alltaf einhver vitleysa eða skortur á gögnum ,frá fasteignasölunni.Oft enginn við eða á fundi !En við vorum “súperfólk” þegar við vorum að kaupa af þeim.Er þetta ekki skelfileg græðgi ?Höfum ekki einusinni getað fengið fund með skrifstofustjóranum ,til að reyna að semja.Fengum aldrei kvittanir sendar þegar við borguðum inná.Og nú bara fýla og leiðindi í 2-3 mönnum .Ekki víst að allir eigendur byggingafyrirtækisins viti af þessu.Vorum að tala við manneskju sem náði að semja við sína seljendur ,í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu .Og sendi frá sér grein til Rúnars á M.bl.20.mars 2008.Þar var annað í gangi.En ekki allt búið ennþá,sjáum til.Höfum látið vita um leka sem átti að laga en ekkert gerst í því.

 48. Jónína Óskarsdóttir
  March 22nd, 2009 at 00:44 | #48

  Hörður Torfason, kærar þakkir:
  - fyrir að hafa komið fundunum á Austurvelli af stað,
  - fyrir úthald,
  - fyrir að hafa hjálpað þjóðinni á örlagatímum,
  - fyrir að ná miklum fjölda Íslendinga saman í mótmæli svona lengi!,
  - fyrir að við gátum sýnt samstöðu og styrk,
  - fyrir að við náðum fram öllum þeim kröfum sem settar voru fram.
  - Kærar þakkir!

 49. Kristín
  March 26th, 2009 at 11:52 | #49

  Áður var þörf , en nú er NAUÐSYN.
  Við verðum að halda áfram með BÚSÁHALDABYLTINGUNA .
  Eigum við ekki að mæta á Austurvöll með stóru áhöldin ?
  Kústa ,koppa og keröld og Hörður ,hjálp !
  Komdu með einhverja góða talsmenn og konur með þér .
  Ekki pólitíkusa sem eru bara að verma stólana sína.Og búa sig undir kosningar.Fólk sem hefur eitthvað að segja og hefur vit á því .
  Höldum áfram !

 50. Alda Arnardóttir
  April 6th, 2009 at 13:03 | #50

  Nú finnst mér timi til kominn að fara að flykkja sér út á göturnar til að krefjast þess að stjórnlagaþing nái fram að ganga því nú þurfum við að berjast gegn samtryggingu valdastétta og auðmagnshringja hér á landi því þetta hefur verið ein helsta meinsemd lýðræðisins þvínæst þurfum við að snúa okkur að erlendu auðvalds- og valdaklíkunum, neitum að borga skuldir sem við getum auðsjáanlega ekki staðið undir, þeir hafa veitt okkur í skuldanet sem við engjumst um í, slítum öllu sambandi við þá og byrjum upp á nýtt með hreint borð. Mætum sem fyrst út á götu og krefjumst breytinga. Þetta gerist ekki nema við gerum það sjálf. Áfram búsáhaldabyltingin!!!

Comment pages
1 2 29
Comments are closed.