Gestabók

January 15th, 2009

Vinsamlegast skrifið í gestabókina.

Vangaveltur, ábendngar og tillögur eru vel þegnar.

Láttu rödd þína heyrast.

Gættu þess að vera kurteis og málefnaleg/ur. Við áskiljum okkur rétt til að samþykkja ekki rætnar og/eða dónalegar kveðjur inn í gestabókina.

  1. Jóhanna Árnadóttir
    September 2nd, 2009 at 18:47 | #1

    Er ekki kominn timi á að fara að hefja nýja herferð, ég held að fólk sé nú loksins farið að sjá að hlutirnir eru ekki að ganga upp. Flestir eru nú farnir að finna verulega fyrir áhrifum bankahrunsins og hlýtur því að mæta á útifundi til að láta í ljós skoðun sína. Ég veit að þing er ekki að störfum núna en það skiptir bara engu máli og það eitt að þeir fari í frí á svona tímum finnst mér svo sem sýna það að stjórnvöldum er nákvæmlega sama um almenning í þessu landi því þó þingmenn og starfsmenn alþingis þurfi sumarfrí þá eru til varamenn fyrir alla. Höldum áfram að berjast fyrir réttlátu þjóðfélagi svona áður en allir verða annað hvort farnir úr landi eða orðnir gjaldþrota.

Comment pages
1 2 29
Comments are closed.