Home > Útifundir > #23 – Laugardagur 14. mars

#23 – Laugardagur 14. mars

March 12th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Ræðufólk dagsins er:

  • Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður
  • Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi

Fundarstjóri: Gunnar Sigurðsson

Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.