Home > Útifundir > #22 – Laugardagur 7. mars

#22 – Laugardagur 7. mars

March 10th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 7. mars 2009. Þetta er 22. vika útifundanna og 28 mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum.

Í undanfara síðustu stjórnarskipta fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands með kröfu um utanþingsstjórn. Í kjölfarið fengu Íslendingar ríkisstjórn þar sem tveir af tíu ráðherrum, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, eru fulltrúar hugmynda samtakanna. Þessir umræddu ráðherrar eru óumdeildir mannkostamenn með mikla þekkingu á sínum málaflokkum.

Ræður:

  • Carlos Ferrer, guðfræðingur og kennari
  • Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.