Home > Útifundir > #21 – Laugardagur 28. febrúar

#21 – Laugardagur 28. febrúar

February 27th, 2009 ritstjorn

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna “útrásarvíkinganna”, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir “útrásarvíkinganna” og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Categories: Útifundir Tags:
Comments are closed.