Home > Fréttatilkynningar > Frystum eignir auðmanna

Frystum eignir auðmanna

February 25th, 2009 ritstjorn

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um kyrrsetningu eigna auðmanna, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Fram kom að starfsemi embættis sérstaks saksóknara, sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hvort sem hún tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga, er komin á fullt skrið.

Ráðherra ítrekaði að saksóknari hefði lagaúrræði til að kyrrsetja eignir auðmanna og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Categories: Fréttatilkynningar Tags:
  1. Björn Ingi
    February 27th, 2009 at 09:31 | #1

    Björn Ingi :Af hverju í ósköpunum eru ekki mótmæli við alþyngi.Sýnist þessi ríksstjórn ekkert skárri en sú sem var á undan.

Comments are closed.