Home > Útifundir > #19 – Laugardagur 14. febrúar

#19 – Laugardagur 14. febrúar

February 13th, 2009 ritstjorn

Raddir fólksins halda mótmælafund á Austurvelli laugardaginn 14. febrúar kl. 15.00. Yfirskrift fundarins er sem fyrr “Breiðfylking gegn ástandinu”. Þetta er nítjandi mótmælafundurinn í röð og krafan er skýr: Stjórn Seðlabankans verður að víkja.

Talsmenn Radda fólksins áttu fundi með viðskiptaráðherra og forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl., svo og forsætisráðherra föstudaginn 13. febrúar. Staða Seðlabankans og hústaka Davíðs Oddssonar var m.a. rædd á þessum fundum og ljóst að ráðherrar og forseti ASÍ eru sammála um þjóðhagslegt mikilvægi þess að leysa stjórnunarvanda Seðlabankans með öllum ráðum.

Ávörp og ræður:

 • Elísabet Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi
 • Ágúst Guðmundsson, leikstjóri

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.

Categories: Útifundir Tags:
 1. Ingibjörg
  February 14th, 2009 at 22:21 | #1

  Ég er búin að mæta á nánast alla fundina á Austurvelli, vegna þess að ég hef fundið samhljóm með þeim fjölmörgu sem þar hafa mætt og vegna þess að nú er tími breytinga, þjóðfélagið er á tímamótum. Stundum hefur mér fundist ég vera komin aftur til sjöunda áratugarins, því marga frá mótmælafundum þeirra ára hef ég séð þar. Því miður komst ég ekki á fundi frá 18.jan – 4.feb. en um leið og ég átti heimangengt mætti ég á Austurvöll. Mér til mikilla vonbrigða hafði fundarmönnum fækkað mikið og í dag gerðist það að ég mætti ekki. Betri helmingurinn minntist á það um hádegisbilið, hvort við ættum ekki að fara á FUNDINN og allt í einu fann ég að ég hafði ekki áhuga. Það að mæta á fund, þar sem eina baráttumálið er að koma DO úr Seðlabankanum höfðar því miður ekki til mín. Ekki misskilja mig, ég vil DO úr bankanum, en það er svo margt annað sem er mikilvægara. Þrátt fyrir að við höfum fengið nýja ríkisstjórn hefur EKKERT breyst. Atvinnuleysið er ennþá jafn mikið og fer (líklega) vaxandi, ennþá eru húsnæðislán að sliga venjulegt launafólk og engar lausnir eru í sjónmáli, ennþá hafa stjórnmálaflokkar jafnmikil völd og áður á stofnanir ríkisins, t.d bankaráðin, enginn hefur játað ábyrgð á þeim ósköpum sem þjóðfélagið stendur andspænis, ekkert hefur verið gert til að ná til baka þeim auðæfum sem örfáir hafa rakað að sér og komið úr landi, ennþá eru starfandi í bönkunum þeir sem stóðu að þeim verkum sem komu þjóðinni í þessa vonlausu stöðu. Ég vil Nýtt og betra Ísland, ég vil ekki skila þjóðfélaginu til afkomenda minna í því ástandi sem það er núna, ég vil að afkomendur mínir eigi möguleika á að lifa og starfa á Íslandi, en eins og ástandið er í dag, er það því miður ekki reyndin. Ég vil taka þátt í að byggja upp þjóðfélagið að nýju og ég held að mörg okkar sem höfum verið á Austurvelli undanfarna laugardaga séu sama sinnis. Ég hef dáðst að þrautsegju RADDA FÓLKSINS of nú nú finnst mér að nú þurfi breyta áherslum. Ég trúi að nýjar áherslur drífi fólk aftur á Austurvöll, við erum svo mörg og við höfum STERKA RÖDD, notum hana og látum í okkur heyra.
  Nýtt Ísland er land Íslendinga.
  Með kærri kveðju, Ingibjörg Richter

 2. Geirþrúður Sigurðardóttir
  February 16th, 2009 at 15:54 | #2

  Ég er algjörlega sammála Ingibjörgu, ég kom á fundinn þann 14. fannst leiðinlegt hvað var fáment, ég var ekki ánægð með ræðu Elísabetar, ég er sjálf eldriborgari og veit vel að þeirra kjör eru misjöfn,en fyrir þá sem eru sæmilega heilbrigðir er mjög mikið gert og við getum ekki ætlast til þess að fá hærri laun en atvinnulausir, finnst leiðinleg þetta kvart og kvein, það er svo margur illa staddur í dag og margt sem þarf að laga.
  Kveðja. Geirþrúður Sigurðardóttir

Comments are closed.