Home > Fréttatilkynningar > ASÍ vill að Davíð víki tafarlaust

ASÍ vill að Davíð víki tafarlaust

February 12th, 2009 ritstjorn

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ miðvikudaginn 11. febrúar sl. Umræðuefni fundarins var ástandið í þjóðfélaginu og brýnar aðgerðir til að koma til móts við hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu. Á fundinum tók forseti ASÍ skýrt fram að Alþýðusamband Íslands væri sammála þeim kröfum sem Raddir fólksins hafa haft uppi á undanförnum vikum og mánuðum: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans og kosningar svo fljótt sem unnt er. Einhugur var með talsmönnum Radda fólksins og forseta ASÍ um nauðsyn þess að bankastjórn Seðlabankans víki tafarlaust til að skapa aftur traust og tiltrú umheimsins á íslenskri bankastarfsemi.

Categories: Fréttatilkynningar Tags:
Comments are closed.