Austurvöllur, laugardaginn 27. desember
Almennt var fólk sammála um að njóta samveru ættingja og vina og halda vel utanum jólin og hvíla sig á mótmælum á Austurvelli á meðan, en byrja á ný strax á milli jóla og nýárs.
Ríkisstjórnin, stjórnir Seðlabankans og Fjármáleeftirlitsins, bankastjórar og auðmenn sem hafa leikið almenning þessa lands illa skulu ekki halda að það sé að draga úr krafti mótmælanna. Það er af og frá. Reyndar er ætlunin að efla þau og styrkja ef eitthvað er.
Boðað er til mótmælafundar á Austurvelli næstkomandi laugardag, 27. desember, klukkan 15.00 og er þetta 12 laugardagurinn í röð. Ræðumenn að þessu sinni eru:
Björn Þorsteinsson, heimsspekingur
Ragnhildur Sigurðardóttir, sagnfræðingur
Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.
Mótmæli á vegum Radda fólksins eru friðsamleg.