Undanfarnar vikur hafa kröfur almennings orðið æ háværari um aukinn slagkraft mótmæla á Austurvelli. Auk ræðuhalda á laugardögum hafa margir beðið um hávær en friðsamleg mótmæli í miðri viku.
Í tilefni af setningu Alþingis á morgun, þriðjudaginn 20. janúar, hafa Raddir fólksins því ákveðið að hvetja til mótmælastöðu við Alþingishúsið kl. 13:00.
Fólk er hvatt til að hafa með sér söngbækur, sleifar, potta og pönnur, hrossabresti og flautur og allt hvaðeina sem nota má til að framleiða hávaða. Gera má ráð fyrir að mótmælastaðan taki rúman klukkutíma.
Íslendingar verða að vekja þingheim af Þyrnirósarsvefni. Nauðsynlegt er að lýðræðiskjörnir fulltrúar fólksins hætti að hunsa kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins verða að víkja tafarlaust og.ríkisstjórnin verður að segja af sér og boða til kosninga hið fyrsta.
Samtökin Raddir fólksins standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli laugardaginn 17. janúar nk. kl 15:00. Þetta er fimmtánda vika virkra mótmæla þjóðarinnar gegn siðleysi banka, auðmanna og stjórnvalda.
Íslendingar búa við stjórnarkreppu í miðju ölduróti ofurskulda og ráðakeysi íslenskra stjórnvalda er löngu farið að vekja athygli og undrun umheimsins.
Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar skýrar: Burt með ríkisstjórnina, burt með stjórnir Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og kosningar svo fljótt sem unnt er.
Samtökin Raddir fólksins leggja áherslu á friðsamleg fjöldamótmæli um land allt. Máttur fjöldans mun færa þjóðinni langþráðar stjórnarbætur og nýtt Ísland.
Ræðumenn :
- Svanfríður Anna Lárusdóttir – Atvinnulaus
- Gylfi Magnússon – Dósent
Fundarstjóri :
Fjórtándi mótmælafundur Radda Fólksins á Austurvelli, laugardaginn 10. janúar 2009
Ræðumenn :
- Þorvaldur Þorvaldssson, trésmiður
- Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur
- Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði
Fundarstjórn :
Almennt var fólk sammála um að njóta samveru ættingja og vina og halda vel utanum jólin og hvíla sig á mótmælum á Austurvelli á meðan, en byrja á ný strax á milli jóla og nýárs.
Ríkisstjórnin, stjórnir Seðlabankans og Fjármáleeftirlitsins, bankastjórar og auðmenn sem hafa leikið almenning þessa lands illa skulu ekki halda að það sé að draga úr krafti mótmælanna. Það er af og frá. Reyndar er ætlunin að efla þau og styrkja ef eitthvað er.
Boðað er til mótmælafundar á Austurvelli næstkomandi laugardag, 27. desember, klukkan 15.00 og er þetta 12 laugardagurinn í röð. Ræðumenn að þessu sinni eru:
Björn Þorsteinsson, heimsspekingur
Ragnhildur Sigurðardóttir, sagnfræðingur
Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.
Mótmæli á vegum Radda fólksins eru friðsamleg.
Þögn kallar alltaf fram kvíða og óvissu þegar beðið er svara, en staðfestu og einurð þegar krafist er svara. Tilgangur þegjandi mótmæla er að bregðast öðruvísi við.
Þögn gegn þögn. Þögn gegn þvingun.
Þögn gefur tíma til að hugleiða. Og í þögninni má hreyfa sig, hvísla mjög lágt og snertast. Í þögninni má lesa líkamsmál. Í þögninni er leitað nýrra leiða. Í þögninni geta þeir sameinast sem greinir á í orðum.
(Ávarp Harðar Torfasonar á Austurvelli 13. desember 2008)
Fundarstjórn :
Ræðumenn :
- Gerður Kristný, rithöfundur
- Jón Hreiðar Erlendsson
Lúðrasveit Íslands undir stjórn Rúnars Óskarssonar lék á undan fundinum.